Jólatrjáasala HSG

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 05. desember 2016 08:17

Þá fer að líða að því að við opnum jólatrjáasölustaðinn okkar á Garðatorgi. 
Opnunartímar:
10. - 23. desember
Virka daga 13-21
Helgar 10-21

Þökkum fyrirfram allan stuðninginn.

Neyđarkallasalan

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 03. nóvember 2016 11:59

Neyðarkallasalan fer vel af stað hjá okkur en í dag hófum við söluna fyrir utan Hagkaup í Garðabæ og Ikea. Í kvöld munum við ganga í hús í Garðabæ og bjóða kallinn til sölu og svo stöndum við vaktina fyrir utan Hagkaup og Ikea um helgina.
Við erum þakklát fyrir þann stuðning sem fólk veitir okkur en þessi fjáröflun skiptir okkur miklu máli. 
Allir í sveitinni leggja sitt af mörkum allan ársins hring til að bregðast við neyðarköllum og sama gildir um fjáraflanir því öll okkar vinna er sjálfboðaliðavinna. Björgunarhundurinn okkar, Pippin, er enginn eftirbátur í þeim efnum en hér sjáið þið hana vera að selja neyðarkallinn í Ikea í dag.

Neyđarkallinn

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 01. nóvember 2016 09:48

Þá er komið að Neyðarkallasölunni hjá okkur. Í ár er kallinn óveðurskall, vopnaður skóflu og kaðli. 
Við munum ganga hús úr húsi í Garðabæ, nk. fimmtudag, og bjóða ykkur kallinn til sölu. Einnig munum við standa vaktina, frá og með fimmtudeginum fyrir utan Hagkaup og Ikea í Garðabæ.
Tökum vel á móti kallinu og styrkjum björgunarsveitirnar.
Með fyrirfram þökk,
Hjálparsveit skáta í Garðabæ.

Ný stjórn

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 04. október 2016 18:56

Í kvöld var aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Garðabæ haldinn. Kosið var í stjórn og fastanefndir samkvæmt venju. Kosinn var nýr formaður og tekur Rakel Ósk Snorradóttir við því embætti af Elvari Jónssyni. Elvar hefur verið formaður sveitarinnar í sjö ár og þökkum við honum kærlega fyrir sitt ötula starf í þágu sveitarinnar. Hann er þó hvergi nærri hættur í stjórn sveitarinnar en hann tekur við stöðu gjaldkera.
Stjórn Hjálparsveit skáta í Garðabæ skipa nú:
Formaður: Rakel Ósk Snorradóttir
Varaformaður: Íris Dögg Sigurðardóttir
Meðstjórnandi: Hafsteinn Jónsson
Gjaldkeri: Elvar Jónsson
Ritari: Signý Heiða Guðnadóttir

HSG - Ađalfundarbođ

Signý Heiđa Guđnadóttir skrifaði þann 15. september 2016 10:53

Aðalfundur HSG verður haldinn í Jötunheimum við Bæjarbraut þriðjudaginn 4. október n.k. og hefst stundvíslega klukkan 19:00. Dagskrá: hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum HSG.
Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál vera á dagskrá: 1. Undirritun eiðstafs H.S.G. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár. 4. Skýrslur fastanefnda. 5. Lagabreytingar. 6. Kosning stjórnar og fastanefnda. 7. Ákvörðun félagsgjalds. 8. Önnur mál.
Tekið úr lögum HSG: "10. gr. Æðsta vald í málefnum sveitarinnar er í höndum aðalfundar.Aðalfundur skal haldinn í október ár hvert. Stjórn sveitarinnar er heimilt með samþykki sveitarfundar að fresta aðalfundi fram til 15. nóvember ef sérstaklega stendur á. Atkvæðisrétt hafa allir félagar sem eru skuldlausir við sveitina.
Skýrsla stjórnar, fastanefnda og flokka ásamt reikningum félagsins skulu liggja frammi á fundinum."
F.h. stjórnar Signý Heiða Guðnadóttir Ritari HSG

Samskip styrkir HSG

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 21. ágúst 2016 04:50

Fyrr á árinu eignaðist Hjálparsveit skáta í Garðabæ vörubíl að gerðinni Scania. Í sumar gekk sveitin frá fleti á bílinn til að flytja snjóbílinn okkar. Samskip styrkti okkur um flutning á fletinu og þökkum við kærlega fyrir okkur en með tilkomu vörubílsins og fletisins erum við orðin sjálfbjarga með flutning á snjóbílnum okkar.
Enn og aftur þökkum við Samskip fyrir.

Innranet HSG