HSG - Ašalfundarboš

Signż Heiša Gušnadóttir skrifaði þann 14. september 2017 07:52

Aðalfundur HSG verður haldinn í Jötunheimum við Bæjarbraut þriðjudaginn 3. október n.k. og hefst stundvíslega klukkan 19:00. Dagskrá: hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum HSG.

Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál vera á dagskrá:

 

 • Undirritun eiðstafs H.S.G. 
 • Skýrsla stjórnar.
 • Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár.
 • Skýrslur fastanefnda.
 • Lagabreytingar.
 • Kosning stjórnar og fastanefnda.
 • Ákvörðun félagsgjalds.
 • Önnur mál.
 •  

  Tekið úr lögum HSG:

  \\\"10. gr. Æðsta vald í málefnum sveitarinnar er í höndum aðalfundar.Aðalfundur skal haldinn í október ár hvert. Stjórn sveitarinnar er heimilt með samþykki sveitarfundar að fresta aðalfundi fram til 15. nóvember ef sérstaklega stendur á. Atkvæðisrétt hafa allir félagar sem eru skuldlausir við sveitina.

  Skýrsla stjórnar, fastanefnda og flokka ásamt reikningum félagsins skulu liggja frammi á fundinum.\\\"

  F.h. stjórnar

  Signý Heiða Guðnadóttir

  Ritari HSG

  Leit af manni sem féll ķ Gullfoss

  Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 19. júlí 2017 17:48

  Klukkan rúmlega fimm í dag var óskað eftir undanförum og straumvatsbjörgunarfólki til leitar við Gullfoss. Leitað er að ferðamanni sem féll í fossinn.

  Tveir undanfarar frá Hjálparsveit skáta í Garðabæ flugu austur með þyrlu LHG og fóru átta manns akandi landleiðina.
  Tólf félagar úr HSG taka þátt í útkallinu.

  Śtkall - Leit viš Helgafell

  Sigrśn Helga Gunnlaugsdóttir skrifaði þann 29. maí 2017 19:13

  Sveitin var kölluð út í kvöld til leitar að hlaupara við Helgafell í Hafnarfirði. Eru sex hópar úti við leit 

  Nżlišažjįlfun

  Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 12. febrúar 2017 16:55

  Um helgina var nóg um að vera hjá nýliðahópum sveitarinnar.
  Nýliðar 1 voru í Skálafelli að læra snjóflóðafræði. Nokkrir eldri félagar nýttu sér tækifærið og tóku námskeiðið sem endurmenntun.
  Nýliðar 2 fóru í vel heppnaða gögnguskíðaferð í Tindfjöll. Ferðin var hluti af þjálfun þeirra. Þau stefna á að gerast fullgildir félagar sveitarinnar í vor.

  Myndir frá snjóflóðanámskeiði: Sif Gylfadóttir
  Myndir frá Tindfjöllum: Sturla Hrafn Einarsson

  Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 24. janúar 2017 17:55

  Vegna fjölda fyrirspurna birtum við bankaupplýsingarnar okkar.

  0546-26-900
  kt: 431274-0199

  Það er ómetanlegt að finna stuðning ykkar í verki og orði. Við gætum þetta ekki án ykkar.

  Bestu þakkir fyrir.