Fyrsta hjįlp. Undirbśningsfundur.

Įgśst Žór Gunnlaugsson skrifaði þann 29. október 2007 16:16

Þriðjudagskvöldið 30.okt verður undirbúningsfundur fyrir nýliða 1 vegna fyrstu hjálp 1 sem er kennd um næstu helgi(2-4 nóv) á Gufuskálum. Fundurinn byrjar klukkan 20:00.

N1 Þjálfarar

Fyrsta hjįlp ķ óbyggšum - Endurmenntun

Įgśst Ibsen Snorrason skrifaði þann 28. október 2007 18:33

Fjórir félagar í HSG, þeir Ágúst Ibsen, Bergþór, Henry og Arnar Þór, sátu um helgina endurmenntunarnámskeið í Fyrstu hjálp í óbyggðum (Wilderness First Responder).  Allir stóðust námskeiðið með glans og hafa því endurnýjað réttindi sín til næstu þriggja ára.

Óvešursśtkall į Höfušborgarsvęšinu

Danķel Siguršur Ešvaldsson skrifaði þann 22. október 2007 17:50

Rétt eftir kl 17 í dag var sveitin sett í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem gengur yfir höfuðborgarsvæðið þessa stundina. Beðið var um 5 manna hóp til þess vera klárir í húsi ef einhver verkefni skyldu detta inn. Þessa stundina eru um 13 björgunarmenn tilbúnir til þess að ganga í ýmiskonar verkefni. Alls hafa 3 verkefni komið til okkar síðan við vorum boðaðir út.
Kl 20 var sveitin afboðuð þar sem veðrið hafði skánað þónokkuð.

Landsęfing björgunarsveita

Hrafnhildur Siguršardóttir skrifaði þann 19. október 2007 13:16

Landsæfing björgunarsveita verður haldin laugardaginn 20.október . Að þessu sinni eru það björgunarsveititir á suðurlandi sem sjá um æfinguna. Verkefni verða fjölbreytt og  við allra hæfi þ.a.m fjallabjörgun, rústabjörgun, leitartækni, hundar, fyrstahjálp, jeppar og almenn verkefni. Æfingin mun fara fram í nágreni Skóga undir Eyjafjöllum.

Fjarskiptanįmskeiš žrišjudaginn 16.október

Įgśst Žór Gunnlaugsson skrifaði þann 15. október 2007 17:26

Námskeiðið Fjarksipti 1 verður kennt þriðjudaginn 16.október. Hefst það klukkan 20:00. Námskeiðið er skylda fyrir nýliða 1. Allir áhugasamir eru einnig hvattir til að mæta.

 Nýliðaþjálfarar N1