Śtkall; böruburšur ķ Heišmörk

Danķel Siguršur Ešvaldsson skrifaði þann 18. nóvember 2007 22:41

Sveitin var kölluð út rétt fyrir kl 17 í dag ásamt Björgunarsveit Hafnarfjarðar til þess að aðstoða SHS við fluttning á ungri stúlku sem hafði snúið ökla. Stúlkan var stödd í Heiðmörk og var ekki hægt að komast að slysstað með bíl.

12 manna hópur var nýkominn niður í hús eftir vel heppnaða ferð þegar útkallið barst og þess vegna var viðbragðstími mjög lítill. Alls tóku 11 manns þátt í aðgerðinni frá HSG og voru fjórhjól sveitarinnar einnig kölluð út. stúlkan var borin á börum stutta vegalengd, og sett í sjúkrabíl neyðarsveitar SHS sem flutti hana á slysadeild. Aðgerðum lauk svo rúmlega klst síðar. Fjölskylda stúlkunar sendir öllum þeim sem komu að björguninni þakkarkveðjur.

Śtkall; Spottavinna ķ Krana

Danķel Siguršur Ešvaldsson skrifaði þann 17. nóvember 2007 00:01

Sveitin var kölluð út rétt fyrir miðnætti til þess að fjarlægja stórt auglýsingaskilti af Krana á vinnusvæði við Glæsibæ. Mikil hætta stafaði af skiltinu þar sem það var farið að losna í óveðrinu og gæti fokið út á veg og valdið miklu tjóni.

Sveitin sendi tvo undanfara á staðinn og lögðu þeir af stað kl 00:05. Aðgerðum lauk svo rétt eftir kl 1.

Fagnįmskeiš ķ leitartękni hefst ķ nęstu viku

Henry Arnar Halfdansson skrifaði þann 09. nóvember 2007 18:05

Fagnámskeið í leitartækni verður haldið fimmtudaginn 15. til sunnudagsins 18. nóvember n.k. og hefst kl. 9.00 á fimmtudeginum í Skógarhlíð.  Nauðsynlegt námskeið fyrir leitarmenn og leitarstjórnendur.  Leiðbeinendur verða Sigurður Ólafur Sigurðsson og Friðfinnur Freyr Guðmundsson.  Skráning á www.landsbjorg.is.  Vinsamlegast skrifið nokkur orð um reynslu af leitarstörfum í athugasemdir við skráningu.

Slešamessa

Hrafnhildur Siguršardóttir skrifaði þann 06. nóvember 2007 20:48

Laugardaginn 10. nóv verður haldin Sleðamessa í Jötunheimum. Mikið verður um að vera á laugardaginn og er öllum félögum HSG er velkomið að koma um morguninn og skoða tæki og búnað. Þeir sem vilja taka þátt í dagskrá dagsins eru beðnir um að ská sig á skrifstofu SL.

{stop}

Dagskrá

 

09:00 Sýning á búnaði Sjúkraþota til sýnis Hnéspelkur kynning SL sleðagallinn, hægt að máta og setja inn pöntun.

12:00 Grill

13:30 Fyrirlestrar. Lexi með kynningu á námskeiði fyrir bjs sleðamenn Hnitakerfi fyrir landið sem nýtist í leitum. LHG samskipti við sleðamenn í leitum. Kynning Tetra fyrir sleðaflokka Fyrirlestur um ofkælingu. Kynning á belgingur.is Umræða um boðun í sleðaútköll og samstarf á milli svæða. F.H Sleðahóps Guðmundur Birgisson


Sveitarfundur žrišjudaginn 6.nóvember

Hrafnhildur Siguršardóttir skrifaði þann 06. nóvember 2007 16:40

Sveitarfundur í kvöld kl:20:00. Eftir sveitarfund verður kynning á TETRA kerfinu og myndasýning.