Śtkall; Óvešur į Höfušborgarsvęšinu

Danķel Siguršur Ešvaldsson skrifaði þann 30. desember 2007 22:51

Búist er við óveðri í dag og fram eftir degi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður hvellurinn svipaður og óveðrinu sem geysaði hér þann 14. des. Búist er við að 20-25m/s í frá kl 5 til 16 en vindhraðinn á að vera 23-28 m/s frá kl 8 til 11. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð boðaði HSSR, BSH, Ársæl og FBSR í viðgragð nú í nótt en sveitin ákvað að hafa hóp kláran upp í húsi ef þess þyrfti. Þegar hafa nokkur verkefni dottið frá því kl 4 í nótt.

Snemma í morgun fóru svo að detta inn ýmisleg verkefni, þó voru flest þeirra vegna þess að mikið magn af vatni hafði safnast fyrir á götum og flætt í bílakjallara. Sveitin sendi frá sér tvo hópa í aðgerðina. Aðgerðum lauk formlega kl 20.

Jólatré uppseld hjį Hjįlparsveit skįta Garšabę.

Höršur Mįr Haršarson skrifaði þann 22. desember 2007 22:12

Jólatrjáasala HSG hefur gengið framar vonum og eru öll jólatré seld. Í ár voru gæði jólatrjánna einstaklega góð bæði þau  dönsku og  íslensku. Um leið og við þökkum fyrir stuðninginn og óskum gleðilegra jóla minnum við á flugeldasöluna sem hefst 28. desember.

Jólatrjįasala Hjįlparsveitar skįta Garšabę

Įgśst Žór Gunnlaugsson skrifaði þann 18. desember 2007 22:10

Eins og fyrri ár stendur Hjálparsveit skáta Garðabæ fyrir jólatrjáasölu á Garðatorgi í Garðabæ.

Opið er frá 10-21:30.

Sveitin selur norðmannsþin frá Danmörku og einnig íslenska stafafuru.

  

Śtkall; Óvešur į Höfušbogarsvęšinu

Danķel Siguršur Ešvaldsson skrifaði þann 14. desember 2007 08:44

Frá því kl 3 í nótt hefur hópur björgunarmenna verið í viðbragðsstöðu í Jötunheimum. Í gærkvöldi var HSG, HSSR og FBSR beðnir um að hafa til hóp í viðbragðsstöðu ef einhver verkefni kæmu inn. Fyrstu verkefnin komu í hús rétt fyrir kl 6 í morgun og hefur þeim fjölgað síðan þá. Mikið eru um fok og skemmdir á mannvirkjum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið.
Sjö manna hópur sat vaktina í morgun en búist er við að veðrið nái hámarki um hádegisbilið. Um kl 11 leytið lagði af stað annar hópur. Alls bárust vel yfir 350 aðstoðarbeiðnir í gær.

Aðgerðinni lauk svo um kl 20 í gærkvöldi.

Śtkall; Óvešur į Höfušbogarsvęšinu

Danķel Siguršur Ešvaldsson skrifaði þann 13. desember 2007 04:19

Sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru settar í viðbragsstöðu rétt fyrir miðnætti vegna óveðursins sem gegnur yfir landið á ný. Sveitin var viðbragðsstöðu rétt eftir kl 01:00 þegar verkefnum fjölgaði.