Snjóflóšaęfing HSG

Įgśst Žór Gunnlaugsson skrifaði þann 31. janúar 2008 12:38

Í gærkvöldi var haldin stór sameiginleg snjóflóðaæfing allra flokka innan HSG. 6 einstaklingar lentu í snjóflóði við gönguskíðabrautina í Bláfjöllum. 13 björgunarmenn mættu á æfinguna auk tvegga leitarhunda. Æfingin gekk vel og ljóst er að ekki veitir af því að rifja upp snjóflóðaleit nokkrum sinnum á ári. Myndir á myndasíðunni.

Śtkall; Ašstoš viš bķl viš Hvaleyrarvatn og višgragš vegna óvešurs

Danķel Siguršur Ešvaldsson skrifaði þann 21. janúar 2008 20:32

Svæðisstjórn hafði samband við sveitina kl 18:00 í dag til þess að aðstoða bíl við Hvaleyrarvatn. 3 björgunarmenn fóru af stað stuttu seinna á Garðari 1. Aðgerðin tók rétt um hálfan klukkutíma.

 

Svæðisstjórn hefur óskað eftir að sveitin verði á viðbragði í kvöld vegna óveðurs sem mun ganga yfir Reykjanesið í nótt og í fyrramálið. Ekki var þó beðið um tilbúnan hóp upp í húsi heldur aðeins að við höfum eyrun opin þegar skilaboðin berast út.

Snjóflóšaęfing undanfara ķ Blįfjöllum

Įgśst Žór Gunnlaugsson skrifaði þann 17. janúar 2008 11:30

Undanfarar skelltu sér í Bláfjöll 16.janúar og æfðu snjóflóðaleit. Mikill snjór var á svæðinu og góður til æfinga. Myndir á nýju myndasíðunni.

Snjóflóšaęfing hjį hundahóp HSG

Danķel Siguršur Ešvaldsson skrifaði þann 16. janúar 2008 17:38

Helgina 11.-13. jan fór hundahópur HSG á snjóflóðaæfingu með félögum sínum í BHSÍ. Í hundahóp HSG eru um 15 manns og í þeim hópi eru reyndustu hundateymi landsins. Í heildina var þetta stór hópur, um 45 manns, en hundateymin voru 32. Komu hundateymi af nánast öllu landinu til að æfa. Voru þetta hundar af öllum stigum þjálfunarinnar, allt frá hvolpum sem eru að byrja og upp í gamla reynslubolta.  Í hópnum voru einnig nýliðar og unglingasveitir úr öðrum sveitum, eins og Grindavík og Björg á Eyrarbakka. Þetta unga fólk hjálpaði okkur við að æfa hundana, með því að láta grafa sig í holur og leika hinn týnda fyrir hundana.   Gist var á Gufuskálum og þurfti allar íbúðirnar undir liðið. 
Æft var Ólafsvíkurmegin og farið upp Jökulhálsinn.  Færið var mjög gott, og hægt að keyra nokkuð hátt upp.  Var fólkinu skipt upp í fjóra hópa og æft frá níu á morgnana og fram í myrkur.  Grafnar voru nokkrar holur á hverju svæði, 1-2m djúpar, og áttu hundarnir ekki í nokkrum vandræðum með að finna. Nokkrir hundar tóku C-próf, en það er fyrsta próf af þremur, sem teymið þarf að taka til að komast á útkallslista.
Veðrið var mjög gott, nokkuð kalt, en stillt og bjart svo aðstæður til æfinga voru góðar.  Snjórinn var nokkur harður og erfitt að grafa, en allt hafðist þetta þó að lokum.
Helgina 15.-17 febrúar endurtökum við leikinn og förum aftur á Gufuskála.  Er það von okkar að nýliðar HSG geti verið með okkur og kynnist starfi hundahóps.

Śtkall; leit aš 19 įra dreng į Höfušborgarsvęšinu

Danķel Siguršur Ešvaldsson skrifaði þann 02. janúar 2008 22:49

Björgunarsvetir af svæði 1 voru í morgun kölluð út til þess að leita að 19 ára dreng sem ekkert hefur spurst til frá því í gærmorgun. 6 björgunarmenn lögðu af stað á Garðari 3 fyrir stuttu. Einnig lagði af stað björgunarmaður á fjórhjóli til þess að aðstoða við leitina.
Hundaflokkur hafði þó verið í leitinni frá kvöldinu áður og eru sumir þeirra en við leit þegar þetta er skrifað. 
Drengurinn sem leitað er að var á göngu heim til sín eftir áramótaskemmtun á Broadway. Víðamikil leit hefur verið í nótt að drengnum frá austurborginni og að Árbænum. Svæðistjórn hefur boðað út rétt fyrir hádegi björgunarhópa af nærliggjandi svæðum til þess að aðstoða við leitina.
Annað fjórhjól lagði af stað fljótlega upp úr kl 15 með tvo einstaklinga og annar björgunarmaður bættist á fyrsta fjórhjól. Garðar 1 og Garðar 2 lögðu af stað svo fljótlega upp úr kl 17 með um 10 björgunarmenn. Búið er að afturkalla leit á meðan unnið er úr vísbendingum sem fundist hafa í dag.