Fjórša sumarnįmskeiš hundaflokks

Björn Bergmann Žorvaldsson skrifaði þann 30. september 2009 00:16

Félagar í hundaflokki HSG tóku þátt í fjórða og síðasta sumarnámskeiði Björgunarhundasveitar Íslands (BSHÍ) sem haldið var síðustu helgi á Reykhólum í snjókomu og hríðarbil. Alls æfðu 20 teymi í 3 daga á 3 svæðum í Reykhólasveit, en meðal leiðbeinanda voru Ingimundur og Þórir í HSG, en Snorri var leiðbeinandanemi. Eftirfarandi teymi frá HSG tóku þátt: Björn og Garri, Emil og Gríma sem stóðust B próf, Ester og Jóka, Ingimundur og Frosti, Kristinn og Tása, Nikulás og Skessa sem stóðust B próf, Snorri og Kolur, og Þórir og Þrymur. Útkallshundar sveitarinnar eru nú 10.

Śtkall Gulur , Leit aš tżndum einstaklingum

Heišar Smįri Žorvaldsson skrifaði þann 25. september 2009 05:03

Sveitin var kölluð út klukkan 02:20 í nótt vegna tveggja manna sem voru villtir við Hvalavatn í Hvalfirði .

Garðar 2 fór úr húsi með 4 sérhæfða leitarmenn og 1 leitarhund auk bílstjóra

Garðar 1 bíður frekari átekta í húsi .

Nú rétt fyrir kl 7 voru báðir mennirnir fundnir heilir á húfi og eru leitarmenn að halda heim á leið.

 

Śrbętur ķ śtkallsmįlum Hjįlparsveitar skįta ķ Garšabę

Björn Bergmann Žorvaldsson skrifaði þann 21. september 2009 21:27

Útkallsstjórn sveitarinnar var endurvakin á síðasta aðalfundi, en útkallsstjórn hefur umsjón með útkallshópum sveitarinnar, styður við hópa á vettvangi og kallar eftir atvikum á liðsauka. Þá sækir útkallsstjórn mánaðarlega rýnifundi svæðisstjórnar og rýnifundi vegna aðgerða utan svæðis. Markmið útkallsstjórnar er að skilgreina þarfir sveitarinnar og innleiða skilvirka útkallsferla. Ýmsar breytingar verða teknar upp fyrir lok september. Aðstaða útkallsstjórnar hefur verið endurbætt og bakvaktarsími tekinn í notkun. Nýr gagnagrunnur sameinar félagaskrá og útkallslista, en hann tekur til allra upplýsinga um félaga þar með talið námskeiða, réttinda og sérstakra hæfileika sem nýtast sveitinni í starfi hennar.

Til þess að tryggja að útkallshæfir félagar fái boð frá 112 hefur útkallshæfni hvers flokks verið skilgreind og nýir útkallshópar teknir í notkun til viðbótar hefðbundnum útkallshópum sveitarinnar. Flokksforingjar og útkallsstjórn vinna nú að því að uppfæra útkallshópa sveitarinnar, sem hér segir

Bakvakt - Útkallsstjórn
Heildarútkall - Allir sem starfa í flokkum
Hundaútkall - Hundaflokkur
Sérhæfð leit - Leitartækniflokkur
Sjúkrahópur - Sjúkraflokkur
Undanfaraútkall - Undanfarar
Útkallshópur A - Viðbragðstími < 1 klst
Útkallshópur B - Viðbragðstími > 1 klst < 4 klst
Útkallshópur C - Viðbragðstími > 4 klst
Útkallshópur D - Utanflokka
Útkallshópur E - Fjáraflanir
Útkallshópur F - Nýliðar
Tækjaútkall - Bíla-, sleða- og vélhjólaflokkar

Í tengslum við uppfærslu útkallshópa sveitarinnar hafa fjölmargir félagar utan flokka verið fluttir af heildarútkalli í útkallshópa D (utanflokka) og E (fjáraflanir). Þeir sem vilja koma á framfæri athugasemdum um þessa breytingu er bent á að hafa samband við útkallsstjórn í netfangið hus@hjalparsveit.is.

Dagsferš um Leggjabrjót

Hjörtur Brynjólfsson skrifaði þann 18. september 2009 08:44

Žjįlfunarrįš minnir į dagsferšina um Leggjabrjót sem N1 fara ķ į morgun. Fariš veršur śr hśsi 9:10 svo męting er kl: 8:50. Śtlit er fyrir vętu į morgun svo kķkiš į vešriš į netinu ķ fyrramįliš fyrir nįnari vešurspį.

Viš gerum rįš fyrir žvķ aš koma ķ bęinn ekki seinna en ca. 16:03

1. Nżlišafundur vetrarins

Hafsteinn Gunnar Jónsson skrifaði þann 08. september 2009 11:46

Nýliðaþjálfarar minna á fyrsta nýliðafund vetrarins í kvöld kl. 20:00 í Jötunheimum.