Śtkall - öskuhreinsun į Klaustri

Elvar Jónsson skrifaði þann 26. maí 2011 15:54

Í nótt fór hópur frá Hjálparsveit skáta Garðabæ austur á Kirkjubæjarklaustur og verður þar við hreinsunarstörf til föstudagskvölds.

Śtkall - leit į Sprengisandi

Elvar Jónsson skrifaði þann 25. maí 2011 17:31

Sveitin er að leggja af stað til leitar að týndum manni á Sprengisandi, en hann hafði samband við 112 fyrr í dag og óskaði aðstoðar. Þegar þetta er skrifað eru 3 bílar á leið úr húsi með 4 vélsleða, snjóbíl og 11 menn.

Hlaupinu lokiš meš frįbęrum įrangri

Jakob Gušnason skrifaði þann 13. maí 2011 13:15

Nú hefur Hjálparsveitin lokið við það að hlaupa alla leiðina á Hellu til styrktar unglingsdrengs sem berst við afar erfiðan sjúkdóm.

Sveitin hljóp alls 478 km og hjólaði 139 km.

Hópurinn hljóp svo allur saman inná Hellu syngjandi og öskrandi undir leiðsögn skátanna í hópnum. 

Það besta við þetta hlaup er það að allir þeir sem tóku þátt hlupu langt umfram markmiðið sem þeir settu sér.

Það er ennþá hægt að leggja verkefninu lið með því að leggja inn áheit á reikning sveitarinnar kt. 431274-0199   reikningsnúmer. 0546-26-901

 

Hlaupiš į Hellu

Jakob Gušnason skrifaði þann 13. maí 2011 01:11

Ofurhressir meðlimir hjálparsveitarinnar eru lagðir af stað í hlaupið á hellu. Þegar þetta er skrifað eru hlaupararnir að verða komnir uppá Olis í Norðlingaholti.

Áhugasamir um hlaupið geta fylgst með því á Facebook síðu hjálparsveitarinnar 

http://www.facebook.com/home.php?sk=group_8546404379

Śtkall Gulur - Leit ķ Esju

Björn Bergmann Žorvaldsson skrifaði þann 09. maí 2011 18:12

Sveitin var kölluð út til leitar að manni sem hugðist ganga frá Móskarðshnúkum að Laufaskarði.  16 björgunarmenn fóru í aðgerð á 6 farartækjum, en maðurinn fannst um kl. 20 heill á húfi.