Birnudalstindur

Elvar Jónsson skrifaði þann 27. júní 2011 21:41

Helgina 24. - 26. júní hélt flottur hópur frá HSG austur í Öræfi. Markmið ferðarinnar var að ganga á Birnudalstind í Birnudal, sem er um 1326 m hátt fjall. Gangan hófst við Kálfafellsstað og var farin hin svokallaða ,,hryggjaleið". Gengið var upp að Kálfafellstindi og sem leið lá að Fremstabotnstindi og Miðbotnstindi. Þetta var fremur krefjandi ganga og fengum við allt veður sem við gætum hugsað okkur á meðan við klifum kletta og skriðum fjöll. Það var mikil þoka yfir okkur allan tíman og því var oft á tímum erfitt að greina bestu leiðirnar og því var þetta mikil fjallganga með svolitliu ,,Alpayfirbragði". Þegar við loks náðum að síðustu brekkunni sem átti að leiða okkur upp á tindinn sjálfan sáum við að nýlega hefði fallið snjóflóð í brekkum Birnudalstind og töldum 6 önnur til viðbóta í hlíðum í grennd. Það var því ákveðið að verða okkur ekki að voða og héldum við því leið niður í Birnudal og í átt að Kálfafellsstað að nýju. Eftir ansi skemmtilegan og erfiðan dag héldum við að sveitabænum Hoffelli þar sem okkar biðu heitir pottar og svo var endað daginn á grillveislu í Skaftafelli. Virkilega góð ferð og flottu hópur á ferð. -- Rakel Ósk Snorradóttir

Śtkall Gulur, leit ķ Reykjavķk

Andri Gušmundsson skrifaði þann 26. júní 2011 22:31

Sveitin var kölluð út kl. 21:18 nú í kvöld til leitar að manni í Reykjavík. Stuttu seinna fóru úr húsi 14 leitarmenn, á 5 reiðhjólum, 2 fjórhjólum og 2 bílum. Maðurinn fannst heill á húfi eftir um klukkutíma leit og var þá afturkallað.

Śtkall Gulur - Leit aš manni viš Heklurętur

Björn Bergmann Žorvaldsson skrifaði þann 18. júní 2011 17:45

Sveitin var kölluð út 17:45 til leita að manni sem ætlaði að hlaupa frá Selsundi við Heklurætur niður á Hellu um 25 km leið, en hafði ekki skilað sér ekki á áfangastað. 4 björgunarmenn og 3 hundar leituðu svæðið, en 8 aðrir björgunarmenn bjuggu sig til leitar, annar í húsi og hinn í Þórsmörk. Maðurinn fannst rétt fyrir kl. 22:00.

Śtkall Gulur - Reišslys ķ Svķnaskarši

Björn Bergmann Žorvaldsson skrifaði þann 15. júní 2011 20:08

Sveitin var kölluš kl. 20:08 vegna konu sem slasašst hafši ķ reištśr į Svķnaskaršsleiš į milli Móskaršshnjśka og Skįlafells. 15 björgunarmenn tóku žįtt ķ ašgeršinni į 2 bķlum og 2 fjórhjólum.

Sveitarfundur

Andri Gušmundsson skrifaði þann 06. júní 2011 21:51

Minni á sveitarfund annað kvöld, þriðjudaginn 7. júní, kl. 20:00 í Jötunheimum. Ásamt almennum sveitarfundarstörfum munnum við afhenta það fé sem sveitin safnaði með því að safna áheitum og hlaupa rúmlega 92 km leið á Hellu til styrktar unglingsdrengs úr Garðabæ sem berst við afar erfiðan sjúkdóm.

 


Stjórn