Snjóflóšanįmskeiš ķ Kanada

Elvar Jónsson skrifaði þann 26. október 2011 21:47

Dagana 30.janúar til 5.febrúar sótti undirritaður ásamt Róberti Þór Haraldssyni (FBSR) námskeiðið Avalanche operations Level 1 í Kootenay Pass í Bresku Kólumbíu, Kanada. Námskeiðið er hluti af "Industry training program" hjá Kanadísku snjóflóðasamtökunum og er fyrsta skref í fagmenntun flestra atvinnumanna sem vinna við að meta áhættu vegna snjóflóða. Lagt var af stað frá Vancouver þann 28. janúar sl. og ekið til bæjarins Nelson. Síðdegis þann 29. mættum við á undirbúningsfund með hinum nemendunum og kennurunum í Kootenay skarðinu. Námskeiðið fór fram í starfsstöð kanadísku vegagerðarinnar í Kootenay skarðinu. Kennslan var bæði bókleg og verkleg. Bókleg kennsla fór fram innan dyra fyrir hádegi en eftir hádegi var farið í vetvangsferðir þar sem farið var um á skíðum. Kootenay skarðið er frábær staður fyrir snjóflóðanámskeið að þessu tagi. Frá kennslustaðnum er hægt að ganga á skíðum beint upp í fjöllin þar sem snjóalög og snjóflóðahætta var skoðuð og metin. Þjóðvegur nr.3 liggur einnig í gegnum skarðið og er vegagerðin þar í landi mjög meðvituð um snjóflóðahættuna á því svæði þar sem vegurinn liggur í gegnum. Í skarðinu er snjóathugunarmaður á vakt allan sólarhringinn og vaktar snjóalög og snjóflóðahættu. Einnig hafa verið settar upp svokallaðar Gazex gas-sprengjustöðvar í fjallinu ofan við veginn til þess að koma af stað litlum snjóflóðum sem fyrirbyggja of mikla snjósöfnum í upptakasvæðum snjóflóða. Meðal efnisþátta á námskeiðinu var mat á snjóflóðahættu, veðurfar og snjóflóð, veðurathuganir, skipulögð snjóflóðabjörgun og ferðamennska í snjóflóðaumhverfi. Kennararnir voru þau Mike Rubenstein og Wren McElroy, bæði starfsmenn skíðasvæða og snjóflóðaeftirlitsmenn og meðlimir í kanadísku snjóflóðasamtökunum. Á fyrsta degi var haldið próf í félagabjörgun þar sem finna þurfti á sem styðstum tíma 2 snjófóðaýla á 30x30m svæði sem grafnir voru undir 50*50cm plötum á 80 til 120 cm dýpi. Að sjálfsögðu stóðust báðir Íslendingarnir prófið með sóma, en einhverjir náðu ekki prófinu þrátt fyrir endurtöku. Farið var í vetvangsferð á Whitewater skíðasvæðið þar sem annar kennarinn, Wren, vinnur við snjóflóðaeftirlit. Mjög áhugvert var að sjá hvernig snjóflóðaeftirliti er háttað á skíðasvæðinu og umferð stýrt. Farið var með lyftu á efsta stað í skíðasvæðinu og snjógryfjur grafnar til að kanna snjóalög. Föstudaginn 4.febrúar var prófadagur. Verkleg próf voru í snjógryfjugerð og veðurathugunum. Að þeim loknum var skriflegt próf í þremur þáttum, almennum spurningum, spurningum um veðurathuganir og að lokum um leiðarval í fjalllendi. Einnig var dagbók þátttakenda metin til lokaeinkunnar. Sem fyrr leystu Íslendingarnir tveir öll verkefni sem fyrir þá voru sett. Að morgni síðasta dags námskeiðsins fengu nemendur og kennarar að fylgjast með þegar starfsmenn vegagerðarinnar sprengdu niður snjóflóð í fjölmörgum farvegum til að koma í veg fyrir frekari snjósöfnun. Virkilega áhugavert var að fá að fylgjast með starfi snjóathugunarmanna í Kootenay skarðinu. Fjölmargt nýtt kom fram á námskeiðinu. Fyrir íslendingana stendur eflaust uppúr að læra hvernig fagmenn bera sig að við gerð snjóflóðaprófíla og nákvæmni við skráningu gagna eftir stöðlum sem eru alþjóðlega viðurkenndir. Meðal þess sem vakti athygli okkar var t.d. að Iphone símar trufla virkni snjóflóðaýla þó að það sé slökkt á þeim og einnig að gamla góða skófluprófið er að víkja hratt fyrir nýrri tegund af prófunum til að kanna veik lög í snjóþekjunni.

 

Ágúst Þór Gunnlaugsson

Ašalfundur HSG, 2011.

Andri Gušmundsson skrifaði þann 09. október 2011 17:38

Aðalfundur HSG verður haldinn í Jötunheimum við Bæjarbraut þriðjudaginn 1. nóvember nk. og hefst stundvíslega klukkan 19:00.

Dagskrá: hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum HSG.

 

Tekið úr lögum HSG:

"10. gr.
Æðsta vald í málefnum sveitarinnar er í höndum aðalfundar. Aðalfundur skal haldinn í október ár hvert. Stjórn sveitarinnar er heimilt með samþykki sveitarfundar að fresta aðalfundi fram til 15. nóvember ef sérstaklega stendur á. Atkvæðisrétt hafa allir félagar sem eru skuldlausir við sveitina. Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál vera á dagskrá:

1. Undirritun eiðstafs H.S.G
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár.
4. Skýrslur fastanefnda
5. Lagabreytingar.
6. Kosning stjórnar og fastanefnda.
7. Ákvörðun félagsgjalds.
8. Önnur mál.

Skýrsla stjórnar, fastanefnda og flokka ásamt reikningum félagsins skulu liggja frammi á fundinum."


Fh. Stjórnar
Andri Guðmundsson
Ritari HSG

Landsęfing SL

Elvar Jónsson skrifaði þann 07. október 2011 21:24

Um helgina er landsęfing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar haldin į Ķsafirši. 2 hópar frį HSG taka žįtt ķ ęfingunni. Samhliša er hundaflokkur į ęfingu į Gufuskįlum og nżlišar 1 ķ ęfingarferš į Hengilssvęšinu. Žaš er žvķ óhętt aš segja sveitin sé į feršinni žessa helgina

Crossfitkeppni

Andri Gušmundsson skrifaði þann 06. október 2011 19:48

Í september héldu nokkrir meðlimir í Crossfit hópnum "Kammó" sem staðsettur er í sporthúsinu, veglegt Crossfitmót til styrktar Landsbjargu og HSG. HSG sendi meðal annars lið í keppnina og stóðu þeir einstaklingar sig með prýði og fór hluti þeir að taka á móti styrknum í gær. Alls söfnuðust 120 þúsund krónur og rann söfnunnarféð ósnert til Landsbjargar og HSG.

 

Fyrir hönd HSG vil ég þakka Crossfit hópnum kærlega fyrir stuðninginn.   Andri Guðmundsson

Sveitarfundur

Andri Gušmundsson skrifaði þann 03. október 2011 19:03

Minnum į sveitarfund į morgun, žrišjudaginn 4. október kl. 20:00 ķ Jötunheimum.

Myndasżningar aš fundi loknum

kv. stjórn