Ófćrđ á höfuđborgarsvćđinu

Elvar Jónsson skrifaði þann 29. desember 2011 09:15

Hjálparsveitin er búin ađ vera međ alla fjóra bílana úti í alla nótt ađ ađstođa fólk sem fest hafđi bílana sína í miklum snjó sem kyngdi niđur í gćrkvöld og nótt. Auk ţess var snjóbíllinn á ferđinni og reyndist vel viđ ţćr ađstćđur sem voru. Talsvert var um ađ fólk vildi styrkja sveitina fyrir veitta ađstođ og var ţeim ađ sjálfsögđu bent á flugeldasöluna sem er opin frá 10-22 í dag og á morgun, en til 16:00 á gamlársdag. Ţeir sem ekki hafa áhuga á flugeldum en vilja engu ađ síđur styrkja sveitina er bent á reikning sveitarinnar: 0546-26-901. Kennitala 431274-0199

Jólakveđja HSG

Elvar Jónsson skrifaði þann 24. desember 2011 12:03

Við óskum þér og fjölskyldu þinni gleði og friðar yfir hátíðarnar og farsældar á komandi ári. Þökkum um leið ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líðar.

 

Stjórn HSG

Samstarfssamningur skátanna viđ Hjálparsveit skáta í Garđabć

Elvar Jónsson skrifaði þann 19. desember 2011 12:12

Á jólafundi Skátafélagsins Vífils í Garðabæ og Skátafélagsins Svana á Álftanesi skrifuðu forsvarsmenn skátafélaganna undir samstarfssamning við Hjálparsveit skáta í Garðabæ um virkan þátt hjálparsveitarinnar í uppeldisstörfum skátahreyfingarinnar.


Skátahreyfingin er uppeldishreyfing og með þessum samningi er Hjálparsveit skáta í Garðabæ að skuldbinda sig í að taka virkan þátt í því uppeldi. Skátastarf hefur lengi verið uppeldisstöð fyrir hjálparsveitirnar og eru forsvarsmenn þessara félagseininga öll sammála um að fjárfesting í mannauði er ein besta fjárfesting sem hægt er að hugsa sér.


Markmið skátastarfs á Íslandi er að virkja einstaklinga til að vera sjálfstæðir, ábyrgir og virkir í samfélaginu og á það markmið við allar þessar einingar.


Hjálparsveit skáta í Garðabæ skuldbindur sig að sjá um fræðslu í útivist og verklega þjálfun í björgunarsveitarstörfum fyrir skáta frá 15 ára aldri og tryggir þannig meiri fjölbreytni í skátastarfinu. Skátafélögin skuldbinda sig til að halda áfram að leggja áherslu á útivist í skátastarfi og auka þannig líkurnar á því að skátarnir velji björgunarleið sem eðlilegt framhald af sínu skátastarfi.


Þeir sem vilja taka þátt í öflugu skátastarfi hjá þessum félagseiningum eru hvattir til að hafa samband. Reglulegir fundir hefjast síðan í Jötunheimum eftir áramót.


Á fyrri mynd má sjá Hafdísi Báru Kristmundsdóttur, félagsforingja Skátafélagsins Vífils og Elvar Jónsson, formann Hjálparsveitar skáta í Garðabæ, undirrita samstarfssamning í jólaboði Skátafélagsins Vífils 15. desember sl.


Á seinni mynd má sjá Jóhönnu Aradóttur, aðstoðarfélagsforingja Skátafélagsins Svana á Álftanesi og Hrafnhildi Sigurðardóttur, varaformann Hjálparsveitar skáta í Garðabæ undirrita samststarfssamning í jólaboði Skátafélagsins Svana 16. desember sl.

Jólatrjáasala Hjálparsveitar skáta Garđabć

Andri Guđmundsson skrifaði þann 13. desember 2011 13:19

Nú er jólatrjáasala HSG í fullum gangi og viljum við hvetja alla Garðbæinga að koma og versla tré hjá hjálparsveitinni sinni. Við verðum á Garðatorgi alla daga fram að jólum frá kl. 12-21 og 10-22 frá og með næstu helgi.

 

Hlökkum til að sjá þig!

Útkall: bílar fastir

Elvar Jónsson skrifaði þann 10. desember 2011 16:50

Bílaflokkur HSG er núna ađ losa tvo bíla sem eru fastir í nágrenni viđ Garđaholt. Beiđnin kom rétt fyrir hálffimm og var brugđist skjótt viđ beiđninni. Á fimmtudagskvöldiđ var bílaflokkurinn jafnframt kallađur út vegna fastra bíla á Krýsuvíkurvegi.