Hundaflokkur HSG

Kristinn Gušjónsson skrifaði þann 23. mars 2012 17:12

Hundaflokkur HSG kom í bæinn í gær eftir frekar ævintýralegt námskeið BHSÍ við Snæfellsjökul þar sem veðrið gerði hópnum smá grikk. Einn daginn tók það fimm tíma að komast af æfingasvæðinu, daginn eftir komust ekki allir upp á svæði og suma dagana var samt verið að æfa og taka próf í litlu sem engu skyggni og skafrenningi sem jafnaðist á við mjög erfiðar leitaraðstæður.

En útkoman af námskeiðinu var sú að tvö hundateymi tóku C-próf, eitt hundateymi tók A-próf og þrjú hundateymi tóku A-endurmat sem verður að teljast góður árangur hjá hundaflokki HSG.

Vetrarnįmskeiš hundaflokks

Kristinn Gušjónsson skrifaði þann 16. mars 2012 10:03

Í dag eru 10 félagar í hundaflokki HSG að fara á úttektarnámskeið í snjóflóðaleit hjá BHSÍ og er námskeiðið haldið 17.-21. mars á Gufuskálum þar sem verða æfðir hundar í snjóflóðaleit. Einnig munu einhverjir félagar fara í próf með sína hunda og mun þá vonandi fjölga hundum á útkallslistanum eftir námskeiðið. 

Sveitarfundur 6. mars klukkan 20:00

Elvar Jónsson skrifaði þann 06. mars 2012 03:35

Minnum į sveitarfund ķ kvöld klukkan 20:00. Mešal annars veršur pįskaferš sveitarinnar kynnt kvešja, Stjórn