Heildarśtkall - Višbśnašur vegna leitar ķ Skagafirši

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 31. október 2012 19:57

Óskað var eftir að sveitir á höfuðborgarsvæðinu yrðu í viðbragðsstöðu með tæki til aðstoðar við leit í Skagafirði um tíuleytið í kvöld. HSG var skömmu síðar tilbúin með fjóra sleða, bíl og snjóbíl ásamt áhöfnum. Leit var afturkölluð rétt fyrir miðnætti en þá var einstaklingurinn fundinn. Fjöldi félaga kom til að aðstoða við undirbúning og sýndi hópurinn og sannaði hvað samheldnin í sveitinni er góð.

Śtkall Gulur - Leit aš 28 ungmennum

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 26. október 2012 18:27

Heildarútkall var rúmlega níu í kvöld á svæði 1 er leita þurfti að 28 ungmennum sem höfðu villst á Bláfjallasvæðinu. Ungmennin fundust skömmu síðar og verið er að huga að flutningi. Sautján félagar HSG taka þátt í aðgerðinni auk þriggja hunda.

Leitartękniflokkur ķ heimsókn hjį žyrlusveit LHG

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 24. október 2012 17:36

Leitartækniflokkum á höfuðborgarsvæðinu var í kvöld boðið í heimsókn til þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Starfsmenn gæslunnar voru með áhugaverð erindi um móttöku þyrlunnar og umgengni við hana. Fengu félagar að prófa nætursjónauka, skoða þyrluna TF GNÁ að innan, skoða björgunarbúnað vélarinnar, prófa björgunarlykkjuna og fleira. Mæting var mjög góð og var virkilega gaman að fara í heimsókn til þeirra.

Śtkall raušur - Slys ķ fjalllendi

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 21. október 2012 17:47

Undanfarar voru boðaðir út um sjöleitið til að aðstoða slasaðan mann við Botnsúlur. Um hálftíma seinna voru níu félagar lagðir af stað úr húsi í tveimur hópum. Um áttaleitið var maðurinn komin um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Hellisheišarferš Nżliša 1

Berglind Ösp Eyjólfsdóttir skrifaði þann 15. október 2012 04:13

Nýliðar skelltu sér í helgarferð, 5.-7. okt. og var stefnan tekin á Hengil.

 

Við röltum af stað í frábæru veðri upp í Marardal á föstudeginum og vorum komin þangað um 22:30. Reistar voru tjaldbúðir og ákváðu stelpurnar að hafa smá extream í þessu og sleppa tjaldhælunum! Vel gert við. Þar sem samheldnin er mikil, þá var hælum dreift á hópinn, svo það fyki nú ekki ofan af okkur.

 

Á laugardagsmorguninn vöknuðum við í rigningu og þoku, elskum það. Strákarnir lögðu fyrstir af stað, eftir kennslu á talstöðina. Stelpurnar áttu að fá kennslu líka, en fengu batterýslausa talstöð, extreme prik fyrir okkur. Við röltum síðan af stað upp á Hengil og ákváðu að gera þetta af alvöru extreme og fórum offroad. Mjög skemmtilegt og hittum fyrir allskonar umhverfi og heilsaði veðrið upp á okkur í öllum sínum gervum líka.

 

Við borholurnar, sáum við strákana og gáfum heldur betur í, við ætluðum að vinna þá. Við vorum rétt komnar að Kattartjörnum og taka af okkur bakpokana þegar strákarnir birtust.

 

Farið var snemma ofan í poka, fólkið á Hrafnistu var ekki einu sinni farið að sofa. Örfáum tímum síðar var skriðið upp úr pokunum og blasti þá við smá hvítt, en kaffi og kakó reddar öllu. Við vorum síðan komin niður á veg rétt um kl 13:00. Ferðin endaði síðan í Skinnhúfuhelli við Þingvallavatn.

 

Frábær helgi og ótrúlega skemmtilegt fólk.

 

Fyrir hönd nýliða 1

Íris Ósk