Mikiš um aš vera um helgina

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 16. nóvember 2012 14:08

Heilmikið starf er um helgina hjá sveitinni. Nýliðar 1 og 2 nema Fyrstu hjálp I og II á Úlfljótsvatni hjá fríðum flokk leiðbeinanda og hundaflokkur tekur þátt í útkallsæfingu íslensku alþjóðasveitarinnar næsta sólarhringinn. Á æfingunni verður settur á svið jarðskjálfti í fjarlægu landi og mun reyna á kunnáttu björgunarmanna að leysa alls kyns krefjandi verkefni. 

Śtkall Raušur - Mašur ķ sjónum ķ Fossvogi

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 14. nóvember 2012 18:06

Um tíuleytið var tilkynnt um mann í sjónum í Fossvogi. Félagar voru fljótir í hús, enda margir stutt frá í fótbolta í Mýrinni, þar sem félagar sveitarinnar spila einu sinni í viku. Náðist maðurinn úr sjónum áður en bátaflokkur HSG var kominn á staðinn, einungis nokkrum mínútum eftir að sveitin fékk boðin. 

Sölu į Neyšarkalli lokiš

Elvar Jónsson skrifaði þann 04. nóvember 2012 14:23

Hjálparsveit skáta Garðabæ þakkar góðar móttökur við sölu á Neyðarkalli björgunarsveitanna. Selt var fyrir utan nokkrar verslanir, auk þess sem gengið var í öll hús í Garðabæ. Það er ómetanlegt að finna stuðning bæjarbúa og annarra velunnara sveitarinnar. Þið gerið okkur kleift að halda áfram að gera öfluga björgunarsveit enn öflugri.

Óvešursśtkall

Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 02. nóvember 2012 13:41

 

Frá því í morgun hafa 18 manns sinnt óðveðursútköllum á vegum Hjálparsveit skáta í Garðabæ. Tveir björgunarmenn hafa staðið vaktina í hússtjórn. Auk þess hefur sveitin verið að selja \\\"Neyðarkallinn\\\" við helstu verslanir í Garðabæ.

Mikið hefur verið um beiðnir vegna óveðurs í dag og því má segja að neyðarkallið hafi verið mikið og vonum við að almenningur muni þakka fyrir sig við með því að versla \\\"Neyðarkalla\\\" af björgunarsveitum.

Félagar í Hjálparsveit skáta í Garðabæ eru að selja \\\"Neyðarkallinn\\\" við Víði í Garðabæ, Hagkaup í Garðabæ, Olís í Garðabæ og Ikea.