Jólakveđja

Elvar Jónsson skrifaði þann 23. desember 2012 17:01

Félagar í Hjálparsveit skáta Garðabæ óska landsmönnum öllum Gleðilegra jóla og þakka stuðninginn á árinu sem er að líða

Útkall leit viđ Eyrarbakka og slys í fjalllendi

Íris Dögg Sigurđardóttir skrifaði þann 19. desember 2012 08:15

Um hádegi í dag var leitartækni hópur sveitarinnar boðaður í sérhæfða leit við Eyrarbakka. Sex manns fóru í útkallið.

Stuttu seinna voru undanfarar sveitarinnar boðaðir út vegna slys sem varð í Hvalfirðinum þegar maður féll og slasaðist. Sjö manns fóru í það útkall. 

Jólatréssala í fullum gangi og undirbúningur fyrir flugeldasölu hafinn

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 15. desember 2012 08:03

Það er í nógu að snúast hjá félögum Hjálparsveitarinnar í Garðabæ í desember, enda aðalfjáröflunartími sveitarinnar. Sem stendur er jólatréssalan í fullum gangi á Garðatorgi ásamt því að undirbúningur fyrir flugeldasöluna er byrjaður. Verkefnin eru næg en margar hendur vinna létt verk. 

 

Sýnum björgunarsveitum samstöðu og styrkjum þeirra góða starf með kaupum á jólatrjám og flugeldum. 

Útkall Gulur - Ađstođ viđ Kleifarvatn

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 15. desember 2012 07:55

Í hádeginu var óskað eftir aðstoð fjallabjörgunarfólks við einstakling sem þurfti aðstoð við Kleifarvatn. Afturköllun kom nokkrum mínútum síðar þar sem sjúkrabílinn hafði gott aðgengi að staðnum. Sex félagar HSG voru þá komnir af stað en snéru við þegar afturköllunin kom. 

Jólatréssala Hjálparsveitar Skáta í Garđabć

Grétar Ólafsson skrifaði þann 13. desember 2012 09:40

Þá er jólatréssala Hjálparsveitar Skáta í Garðabæ komin á fullt.

Búið er að setja upp flottan sölustað á Garðatorgi þar sem við höfum verið undanfarin ár. 

Nóg er til af fallegum trjám og tekur sölufólk okkar vel á móti þér.
 

Opið er frá 

7. – 14. des frá 12 -18

15. – 22. des frá 10 – 21
 

Endilega komið við hjá okkur á Garðatorgi, verslið fallegt jólatré og styrkið mjög gott málefni.