Neyšarkall 2013!

Andri Gušmundsson skrifaði þann 31. október 2013 08:17

Dagana 31.-2. nóvember mun Hjálparsveit skáta Garðabæ selja neyðarkallinn við helstu sölustaði Garðabæjar s.s. Hagkaup, Ikea, Víði á Garðatorgi og Bónus, ásamt því að gengið verður í hús 31.-2. nóvember.

Þú getur alltaf treyst á okkur, nú treystum við á þig.

Fyrsta \"alvöru\" nżlišaferšin

Elvar Jónsson skrifaði þann 27. október 2013 18:57

Núna um helgina var fyrsta ferð nýliðahópsins sem var að hefja sína þjálfun núna í haust. Á föstudagskvöldinu var gengið frá Úthlíð að Brúarskörðum og gist þar í tjöldum og á laugardeginum var svo gengið að Hlöðuvöllum. Á sunnudeginum var svo farið á Hlöðufell í roki en ágætis skyggni. Það var ánægður hópur nýliða sem kom þreyttur í bæinn, enda flestir að fara í sínu fyrstu tjaldútilegu að vetri til.

Myndir: Maggý Dan

Śtkall gulur - leit innanbęjar

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 21. október 2013 10:19

Um kl 11.00 í dag var sveitin boðuð út vegna leitar af konu sem hafði verið saknað frá því í gærkvöldi. Sveitin sendi tvo fjögra manna hópa og eitt hundateymi í útkallið en auk þess var einn félagi úr útkallsnefnd í húsi. Leitin var afturkölluð um kl. 13:30 eftir að konan hafði fundist. 

Gönguferš um Austurdal ķ Skagafirši.

Elvar Jónsson skrifaði þann 21. október 2013 05:28

Helgina 18. - 20. október voru fimm félagar sem gengu Austurdal ķ Skagafirši. Į föstudeginum var gengiš frį kirkjustašnum Įbę og aš Hildįrseli ķ tunglsljósi og flottu vešri. Į laugardeginum var leišinni svo haldiš įfram mešfram Austari Jökulsį og aš gangnamannaskįlanum Grįna. Vešriš į laugardeginum hefur varla gerst betra ķ fjallasögu, en smį gola var um morguninn en logn seinnipartinn, sól, kalt og žvķlķk blķša. Viš nįšum ķ Grįna um kvöldmatarleytiš og sofnušum vęrum svefni eftir langan göngudag. Į sunnudeginum var sķšan vaknaš snemma og trķtlaš aš Laugafelli, en žar skelltum viš okkur aš sjįlfsögšu ķ laugina. Feršin var snilld, vešriš var snilld og allt var snilld. Žetta er virkilega falleg leiš um fallegan dal og žvķ virkilega góš nżting į helgi. Myndir eru vęntanlegar į myndasķšu HSG. Fyrir hönd hópsins, Rakel Ósk Snorradóttir

Śtkall gulur - Įframhaldandi leit į sušurlandi

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 05. október 2013 13:51

Fjórtán félagar HSG héldu áfram leit að erlenda ferðamanninum sem hefur verið týndur síðan 10. september síðastliðinn. 

Sem fyrr var farið eldsnemma úr húsi eða rétt rúmlega fimm í morgun og eru hóparnir að detta í hús núna, um þrettán tímum síðar. 

Í kvöld verður svo heljarinnar stuð á félögum sveitarinnar enda árshátíð HSG haldin með pompi og prakt.