Útkall - Göngumenn í sjálfheldu í Esjunni

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 22. mars 2014 12:50

Félagar HSG voru á leið úr sleðaútkalli þegar önnur útkallsboðun barst vegna manna í sjálfheldu í Esju. 

Tíu félagar taka nú þátt í aðgerðinni sem er ólokið. 

Sjá betur á vef vísi, visir.is: http://www.visir.is/tveir-menn-i-sjalfheldu-a-esju-/article/2014140329637

Útkall - Vélsleđaslys á svćđi 3

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 22. mars 2014 12:47

Undanfarar og sleðamenn HSG fóru til aðstoðar vélsleðamanni í dag. Slæmt skyggni var á svæðinu en þyrla LHG flutti manninn í bæinn. 

Sjá nánar á vef mbl.is: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/22/velsledamadurinn_er_ekki_i_lifshaettu/

Gönguferđ á Trölladyngju og Grćnudyngju

Berglind Ösp Eyjólfsdóttir skrifaði þann 19. mars 2014 13:26

Nýliðar 1 fóru í gönguferð á Reykjanesið sunnudaginn 16. mars 2014. Fyrst var haldið af stað upp á Trölladyngju og hún toppuð. Gengið þaðan að stað þar sem við fengum útsýni yfir Sogið og því næst var haldið upp á Grænudyngju. Veðráttan var skemmtileg, fengum í bland vind, logn, brjálað rok, sól og þegar komið var að bílnum byrjaði að koma haglél. Við fengum gott útsýni yfir fjöllin í kring og horfðum á rigningarskýin í fjarska.
Mjög skemmtileg ganga sem við mælum með, við vorum ca 3 og hálfan tima að ganga hringinn og alls ekki að flýta okkur. 
Hér er linkur inn á myndir frá ferðinni http://myndir.hjalparsveit.is/2014/Tr%C3%B6lladyngja-og-Gr%C3%A6nadyngja/i-s3wDTvT 

Einnig má finn fleir myndir af viðburðum sveitarinnar hér: http://myndir.hjalparsveit.is/ 

HSG á stórhundadögum í Garđheimum

Sigrún Helga Gunnlaugsdóttir skrifaði þann 09. mars 2014 14:44

Fulltrúar HSG stóðu vaktina á stórhundasýningu í Garðheimum um helgina. Þar kynntu þau starf Björgunarhundasveitar Íslands. Fleiri myndir má sjá á facebook síðu okkar: https://www.facebook.com/hjalparsveit

Útkall gulur - Leit í Hafnarfirđi

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 04. mars 2014 02:32

Leit hefur staðið yfir frá klukkan tvö í nótt að karlmanni sem saknað hefur verið frá því í gærdag. Í nótt hefur leitarhópur, eitt hundateymi og útkallsnefnd verið að störfum hjá HSG auk annarra sveita og lögreglu. Leit verður haldið áfram í dag. 

Frekari upplýsingar um hinn týnda má finna á mbl.is http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/03/04/lyst_eftir_28_ara_manni/