Landsęfing björgunarsveita į sjó

Žórhallur H. Frišjónsson skrifaði þann 29. maí 2014 19:44

Laugardaginn 24.maí var haldin landsæfing björgunarsveita SL á sjó í Grindavík.

Bátaflokkur HSG tók þátt ásamt mörgum sveitum af svæði 1 og 2.  Ca 15 bátar, rúmlega 50 manns í áhöfnum og annar slíkur fjöldi í æfinga/verkefnastjórnun og sjúklingum.

Meðal verkefna sem bátaflokkur tók þátt í voru að draga vélarvana bát af strandstað, ná meðvitundarlitlum sjúklingi frá borði fiskiskips, bera fótbrotinn sjúkling niður úr varnargarði og um borð í Heimdall, reykköfun um borð í skipi og að taka vélarvana bát í tog með slasaðan einstakling um borð.

 


Śtkall - fótbrot ķ Esju

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 13. maí 2014 18:46

Undanfarar fengu útkall um níuleytið í kvöld þar sem kona hafði fótbrotnað í Esju. Þyrla LHG kom einnig á vettvang og flutti konuna á sjúkrahús. Tíu félagar HSG tóku þátt í aðgerðinni.

Stutt er einnig frá því að undanfarar fóru í annað útkall í Esjuna eða þann 7. maí síðastliðinn þegar tveir einstaklingar voru komnir í sjálfheldu. Þar fóru undanfarar HSG á sleðum, tryggðu aðilana í línur ofan frá og aðstoðuðu þá á toppinn. 

Fjölskyldudagur

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 01. maí 2014 18:05

HSG félagar nýttu baráttudag verkalýðsins í að leika sér með fjölskyldum sínum í Eldborgargilinu Bláfjöllum. Dagurinn fór í að renna sér á skíðum og sleðum og leika sér í snjónum. Einnig fóru börnin í gegnum leik sem snéri að því að kynnast hjálparsveitarstarfi foreldranna og fengu þau að launum hjálparsveitarboli sem vöktu mikla lukku. 

Myndir frá deginum:
http://myndir.hjalparsveit.is/2014/Fjölskyldudagur/