Śtkall - Ašstoš viš lokanir vegna bruna ķ Skeifunni

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 06. júlí 2014 19:54

Sveitin var boðuð út í núna í kvöld til að aðstoða lögreglu við að loka vegum og tryggja að fólk færi ekki of nálægt þeim húsum þar sem bruninn er. Mikill fjöldi fólks hefur verið á svæðinu í þeim tilgangi að fylgjast með framgangi mála. Mikilvægt er að slökkviliðsmenn, lögregla og aðrir sem vinna að því að ná niðurlögum eldsins hafi til þess gott rými og aðgengi. Því hvetjum við alla til að halda sig fjarri og svala forvitni sinni gagnvart þessu verkefni með því að fara inn á einhvern fréttamiðlanna því þar koma reglulega inn fréttir varðandi gagn mála.