Fjölskyldudagur HSG

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 31. ágúst 2014 13:49

Félagar HSG hittust með fjölskyldum sínum á Úlfljótsvatni 30. ágúst 2014. Margt var brallað, farið út á bát, klifrað í klifurturninum, sinn innri bogmaður fundinn, grillaðar pylsur og sykurpúðar og hlegið.

Frábær dagur í góðum félagsskap. 

Fleiri myndir má sjá á myndasíðu sveitarinnar http://myndir.hjalparsveit.is/2014/Fj%C3%B6lskyldudagur-HSG-2014/

Śtkall - Leit innanbęjar

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 31. ágúst 2014 12:01

Tíu félagar hjálparsveitarinnar tóku þátt í leit að karlmanni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fannst maðurinn heill á húfi.

Nżlišakynning HSG

Sigrśn Helga Gunnlaugsdóttir skrifaði þann 25. ágúst 2014 11:40

Kynningarfundur á nýliðaþjálfun HSG verður haldinn í Jötunheimum, við Bæjarbraut, þriðjudaginn 2. september kl. 20:00.

 

Á meðan nýliðaþjálfun stendur munt þú byggja upp þekkingu og reynslu til að takast á við bæði krefjandi og í senn spennandi verkefni björgunarstarfa og kynnast ferða- og fjallamennsku í nýju ljósi. Þú færð gullið tækifæri til að ferðast um landið, sjá nýja staði og reyna á þig við krefjandi aðstæður.

Athugið að 18 ára aldurstakmark er á þátttöku í nýliðastarfi Hjálparsveitar skáta Garðabæ