Śtkall föstudag, laugardag og mįnudag

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 29. september 2014 10:11

Síðustu daga hefur verið nóg að gera hjá útkallshópum HSG.

Á föstudag fóru undanfarar í útkall við Þríhnjúkagíg en tvennt hafði fallið í sprungu. 15 manns frá sveitinni mættu í úkallið eða sinntu verkefnum tengdu því.

Á laugardag var sveitin boðuð til leitar við Látrabjarg og fóru tveir hópar þangað. Almennur leitarhópur og undanfarar. Í útkallið og útkallstengd verkefni mættu 11 mans.

Í dag var svo sveitin boðuð út vegna leitar við Óseyrarbrú. Sveitin sendi frá sér 3 leitarmenn og fleiri voru að hafa sig til þegar leitin var afturkölluð. Auk þeirra var útkallsnefnd að störfum.

Klifrari ķ sjįlfheldu ķ Hólmatindi

Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 08. september 2014 18:26

Erlendur ferðamaður er nú í sjálfheldu í Hólmatindi á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Búið er að kalla út fjallabjörgunarfólk frá Austurlandi og þyrla LHG fer innan skamms frá Reykjavík með fjallabjörgunarhóp.

Talið er að verkefnið geti orðið nokkuð flókið þar sem maðurinn situr fastur í klettum þar sem hann var í klifri og því geti reynst erfitt að komast að honum. Ekki bætir úr skák að brátt fer að dimma. Klifurfélagi mannsins er á toppi Hólmatinds og gert er ráð fyrir að einnig þurfi að aðstoða hann niður.

Einn undanfari frá HSG fór með þyrlunni austur til aðstoðar ásamat tveimur öðrum undanförum af svæði 1. 

Hjólaferš

Elvar Jónsson skrifaði þann 03. september 2014 05:50

Félagar úr HSG er eins og margir aðrir með hjóladellu. Nokkrir hjóluðu til dæmis hringinn í kringum landið sumar, Laugaveginn, Sprengisand og margt fleira. Ýmist voru hjólaferðir farnar í skipulögðum ferðum innan sveitarinnar eða á eigin vegum félaga.
Áður en hefðbundið starf byrjaði fór 20 manna hópur úr sveitinni og skellti sér Jaðarinn eða frá Bláfjöllum að Lækjarbotnum.  Nokkrir héldu áfram og hjóluðu í Garðabæ eða lengra til síns heima. Þetta var að sjálfsögðu rosalega skemmtileg ferð og gott dæmi um hversu fjölbreytt starfið í sveitinni er. Myndir eru væntanlegar inn á myndasíðu sveitarinnar við tækifæri.