Óvešursśtkall 30.11.2014

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 30. nóvember 2014 12:53

Í dag hefur sveitin sinnt ýmsum verkefnum í tengslum við óveðrið sem gengur yfir landið. Núna hefur veðrið gengið niður og margir farnir heim í hvíld en við erum með einn hóp í húsi sem er til taks ef á reynir. Samkvæmt spánni á að bæta í vind þegar líður á kvöldið og munu þá fleirri bætast í hópinn og sinna verkefnum sem koma inn.

 

Nú í kvöld eru 23 félagar úr sveitinni í verkefnum tengdum óverðrinu og aðrir félagar eru til taks heima ef skipta þarf út mannskap. Alls hafa 32 félagar úr sveitinni tekið þátt í útkallinu.

Vetrarlķf 2014 ķ Kauptśni

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 29. nóvember 2014 05:48

Það má með sanni segja að við hjá HSG elskum vetrarlífið og verðum við hluti af sýningunni Vetrarlíf 2014 í Kauptúni Garðarbæ um helgina. 

Við verðum með nokkur tæki og tól á sýningunni alla helgina en í hádeginu í dag munum við taka þátt í björgunaratriði með þyrlu Landhelgisgæslunnar uppúr kl. 12.00, aðgangur ókeypis, hlökkum til að sjá ykkur. 

Fésbókarsíða Vetrarlífs. https://www.facebook.com/vetrarlif2014?fref=nf

Illvišri ķ nįnd

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 29. nóvember 2014 05:46

Mögulegt illviðri verður á morgun, sunnudag og fram á mánudag. 

Eru örugglega ekki allir búnir að því að setja lausa muni inn, binda þá niður, fergja eða koma í skjól? Auk þess sem gott er að huga að niðurföllum vegna yfirvofandi vatnsveðurs. 

Gangi spár eftir er ekki ráðlagt að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir.

Meira um veðurspánna hér: http://www.vedur.is/um-vi/frettir/nr/3019

Fyrsti fundur unglingadeildar.

Rakel Żr Siguršardóttir skrifaði þann 26. nóvember 2014 18:36

Fyrsti fundur unglingadeildar HSG verður haldinn fimmtudaginn 27. nóvember. Unglingadeildin er samstarfverkefni HSG og Vífils fyrir krakka á aldrinum 15 - 18 ára og er öllum á þeim aldri velkomið að vera með. Í vetur er stefnan að hópurinn hittist einu sinni í mánuði og mun hópurinn kynnast hinum ýmsu störfum sem HSG er að sinna.

Unglingadeildin mun hittast alltaf síðasta fimmtudag í mánuði í vetur, nema í desember.

Śtkall - leit į Sušurnesjunum

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 24. nóvember 2014 01:37

Rétt fyrir kl. 3:00 í nótt var sveitin kölluð út til leitar að manni sem saknað hafði verði frá síðdegi í gær. 3 félagar mættu í útkallið. Tveir fóru til leitar og einn var í húsi í hlutverki útkallsnefndar.

Aukinn mannskapur hefur bæst við í leitina frá HSG og erum við nú með tvo hópa úti við leit.