Sölustašir HSG

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 28. desember 2014 09:09

Sölustaðir HSG eru þrír talsins - Vertu innilega velkominn.

Þökkum stuðninginn í ár og fyrri ár.

Við elskum sprengjur en þú?

Kaffisamsęti eldri félaga HSG

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 28. desember 2014 09:06

Eins og undanfarin ár ætlum við að efna til smá kaffisamsætis að kvöldi 29. desember klukkan 20:00 í Jötunheimum fyrir eldri félaga HSG.

Drekka saman kaffi og kannski smá kruðerí, segja og hlusta á sögur. Dregnir verða saman helstu viðburðir í starfi sveitarinnar síðastliðið ár og sagt frá í stuttu máli og kannski nokkrum myndum.

Vonumst til að sjá sem flesta af eldri félögum sveitarinnar, svo endilega látið boðskapinn berast.

Flugeldavertķšin er hafin

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 28. desember 2014 08:48

Skemmtilegasti tíminn framundan - flugeldavertíðin er hafin, verið hjartanlega velkomin til okkar. 

Við erum með þrjá sölustaði, í Jötunheimum við Bæjarbraut, við Ikea og við Breiðumýri Álftanesi. 

Opið kl. 10.00-22.00, 28. til 30. des og svo kl. 10.00-16.00 á gamlársdag.

Hjálpaðu okkur að hjálpa þér :)

Mikiš aš gera hjį HSG

Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 16. desember 2014 13:14

Í dag hefur verið nóg að gera hjá Hjálparsveit skáta í Garðabæ. Morguninn byrjaði á leitarútkalli.
Upp úr hádegi var sveitin kölluð út í ófærðarútköll og lokanir á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjarnesi. Báðir jepparnir okkar og snjóbíll tóku þátt í aðgerðinni en fjölmörg verkefni voru leyst.  
Nú fyrir stuttu barst þriðja útkallið í dag, leit að manni á höfuðborgarsvæðinu. Nær allur tækjafloti sveitarinnar tekur þátt í leitinni eða báðir jepparnir, hiace, snjóbíllinn og tveir sleðar.

Að þessum sökum mun heimakstur jólatrjáa hliðrast til í kvöld og verða tréin keyrð heim við fyrsta tækifæri, annað hvort seinna í kvöld eða annað kvöld. 

Jólatrjįasala Hjįlparsveit skįta ķ Garšabę

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 04. desember 2014 05:07

Líkt og undanfarin ár verður jólatrjáasala Hjálparsveit skáta í Garðabæ á Garðatorgi.

Salan fer fram dagana 12. - 23. desember og er opnunartíminn:
Virkir dagar: 13:00 - 21:00
Helgar: 10:00 - 21:00

Heimkeyrsla á trjám verður dagana:
13., 14., 16., 18., 20., 21. og 23. desember.

Hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi.