Śtköll 24. janśar

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 24. janúar 2015 16:54

Í dag hefur sveitin tekið þátt í tveimur útköllum. Það fyrra kom þegar undanfarar á svæði 1 ásamt undanförum á svæði 3 voru að æfa með þyrlu landhelgisgæslunnar. Maður hafði slasast á Lambafelli og fór þyrlan ásamt björgunarmönnum að sækja hann.

Seinna útkallið kom um kvöldmatarleitið. Aðstoð við fasta bíla á Sandskeiði. Sveitin sendi báða jeppa sveitarinnar í það útkall. Auk þess var útkallsnefndin starfandi í húsi.

Um 100 manns ķ ašgeršum ķ Esjunni

Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 11. janúar 2015 15:11

\"Um 100 björgunarmenn taka nú þátt í aðgerðum í Esju þar sem göngumaður er í sjálfheldu. Erfiðlega hefur gengið að staðsetja manninn og símasamband við hann hefur verið stopult. Hann er orðinn kaldur enda leiðindaveður á staðnum, kalt og gengur á með éljum og skafrenningi. 

Fyrir skömmu tókst að senda manninum svokölluð RescueMe sms skilaboð en sé þeim svarað fæst nokkuð nákvæm staðsetning viðkomandi. Samkvæmt þeim er hann staddur innst í Blikdal. 

Sótt er að staðnum úr fjórum áttum; upp Blikdal, frá Eilífsdal, Þverfelsshorni og Skálafelli á snjóbílum, snjósleðum, fjórhjólum og með gönguhópum\" (Tekið af heimasíðu SL).

Átján félagar úr HSG taka þátt í aðgerðinni. Öll tæki sveitarinnar snjóbíll, 3 sleðar, og allir bílar eru í notkunn.  

Žrettįndasala og jólatrjįasöfnun

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 04. janúar 2015 17:29

Þann 5. og 6. janúar fer fram Þrettándasala í Jötunheimum, Bæjarbraut. Opið verður frá 14:00 - 22:00 og því upplagt að næla sér í nokkra flugelda til þess að kveðja jólin.
Að vanda verðum við með jólatrjáasöfnun en hún fer fram dagana 7. og 8. janúar. Líkt og undanfarin ár biðjum við Garðbæinga sem vilja að við losum þau við tréin sín að setja þau út við gangstétt, þó ekki þannig að þau trufli gangandi vegfarendur.
Enn og aftur þökkum við allan stuðninginn sem þið hafið veitt okkur á liðnu ári og hlökkum við til að byrja nýja árið með ykkur.

Glešilegt įr

Elvar Jónsson skrifaði þann 02. janúar 2015 13:52

Félagar í Hjálparsveit skáta Garðabæ óska Garðbæingum og öðrum velunnurum sveitarinnar gleðilegs árs og þökkum stuðninginn og velvildina á liðnum árum. Stuðningur ykkar er til þess fallinn að við getum staðið við þau markmið okkar að vera öflugri björgunarsveit með hverju árinu, fyrir það erum við þakklát.

fyrir hönd HSG

Elvar Jónsson