Heildarśtkall

Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 26. febrúar 2015 15:51

15 félagar taka nú þátt í leit af Toyota Rav sem lögreglan hefur verið að auglýsa eftir.
Allir bílar sveitarinnar og 3 sleðar eru notaðir við leitina.

Leit aš Fjallabaki

Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 22. febrúar 2015 18:24

Í dag fór snjóbíllinn okkar ásamt mannskap til leitar á Fjallabaki. Veðrið var mjög slæmt og þurftu þeir að bíða af sér veðrið fram eftir kvöldi í Fljótshlíð.
Skömmu seinna voru sleðamenn boðaðir út og voru 5 sleðar ásamt 4 bílstjórum á (9 manns) tilbúnir í húsi þegar Landsstjórn óskaði eftir að þeir biðu af sér veðrið í bænum.
Áætlað er að þessi hópur leggi af stað kl. 5.30 í fyrramálið.

Nokkur fjöldi kom að undirbúningi í dag, en 17 manns tóku þátt í aðgerðinni frá okkur þegar mest var.

Snjóflóšaęfing

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 19. febrúar 2015 19:35

Núna í kvöld tók stór hópur félaga þátt í snjóflóðaæfingu í Bláfjöllum. Æfingin er árlegur viðburður hjá sveitinni og fullgildir félagar sem og nýliðar taka þátt í henni. Farið var yfir notkun snjóflóðaýla, mat á snjóflóðahættu, leit með snjóflóðastöng og mokstur úr snjóflóði. Auk þess var í síðustu viku bókleg upprifjun og voru margir félagar sem gátu nýtt sér það.

Rśstabjörgunarnįmskeiš

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 16. febrúar 2015 12:22

Flottur hópur undanfara sat rústabjörgunarnámskeið núna um sl. helgi og var námskeiðið haldið á Hvolsvelli. Námskeiðið var að mestu bóklegt og fjallaði efni námskeiðsins um aðkomu að hamfarasvæðum í kjölfar ofanflóða í byggð eða jarðskjálfta. Markmið námskeiðsins er að björgunarmenn geti aflað nauðsynlegra upplýsinga á hamfarasvæðinu á skipulegan hátt og unnið út frá þeim upplýsingum. Einnig að þeir geti komið nauðsynlegum upplýsingum til vettvangsstjórnar og nýtt aðferðafræði rústabjörgunar við mat á rústum og forgangsröðun á þeim.

Félagar į nįmskeiši

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 10. febrúar 2015 13:26

Það var flottur hópur nýliða 2 og fullgildra HSG-inga sem rúlluðu upp Fyrstu hjálp 2 námskeiði um síðustu helgi. Stóð hópurinn sig með stakri prýði. Góð mæting var hjá bæði nýliðum og jafnframt félögum sem annað hvort nýttu tækifærið og sátu allt námskeiðið eða hluta þess, en endurmenntun er mikilvægur þáttur í starfi sveitarinnar.