Śtkall - Snjóflóš

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 17. mars 2015 17:57

Í kvöld fékk sveitin útkallsboð vegna snjóflóðs sem hafði fallið í hlíðum Vífilsfells. Þegar fyrstu björgunarmenn komu á svæðið kom í ljós að flóðið var gamalt og engin hætta á ferðum. Þegar útkallið var afturkallað voru 27 félagar mættir til að taka þátt í aðgerðinni. 

Óvešursśtkall 14.13.15

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 14. mars 2015 04:15

Nú tekur sveitin þá í óveðursútkalli á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með 10 manns úti í tveimur hópum og í húsi eru 3 í útkallsnefnd. Ýmis verkefni eru farin að koma inn og nóg að gera hjá okkar fólki. 

Vorhret į höfušborgarsvęšinu

Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 10. mars 2015 13:09

Eins og flestir hafa orðið varir við er ansi mikið vorhret á höfuðborgarsvæðinu núna. Öll tæki sveitarinnar, að undanskildum bátnum, taka þátt í ófærðaraðstoð í og við höfuðborgina. 17 manns er nú úti og auk þess er húsnefnd að störfum.

Ófęršarašstoš

Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 04. mars 2015 09:38

Um hádegisbil var óskað eftir aðstoð HSG vegna ófærðar á Sandskeiði, Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði.  Sveitin sendi tvo bíla til aðstoðar og eru þeir enn að störfum. Auk þess er útkallsnefndin starfandi í húsi.