Fjölskyldudagur

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 26. apríl 2015 14:19

Í dag var fyrri fjölskyldudagur HSG þetta árið. Undanfarin ár hafa félagar ásamt fjölskyldum haldið fjölskyldudag að vori þar sem krakkarnir hafa fengið tækifæri til að prufa jeppana, snjóbílinn og sleðana. Í dag var ansi kalt og því lítið sem minnti á vorið. En dagurinn var góður og greinilegt að börn félaga eru hörkutól sem láta kuldann ekkert á sig fá. Þau léku sér í snjónum og fóru alsæl heim eftir góðan dag.

Sveitaręfing

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 18. apríl 2015 16:32

í dag var stór hópur félaga í HSG við æfingar á Reykjanesinu. Sett voru upp fjölbreytt verkefni víðsvegar um svæðið þannig að allir hópar fengu eitthvað við sitt hæfi. Meðal verkefna voru leit að týndu göngufólki, félagar sem sátu fastir á eyri út í á og verkefni í fyrstu hálp. Auk okkar voru á æfingunni félagar frá svæðisstjórn á svæði 1 og svo kom þyrla landhelgisgæslunnar og æfði með öllum hópum.