Leit aš feršamanni į Žingvöllum

Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 25. júní 2015 10:05

Björg­un­ar­fólk hef­ur verið kallað út til að leita að bresk­um ferðamanni á Þing­völl­um. Maður­inn átti bókað flug úr landi klukk­an 10.00 í morg­un en skilaði sér ekki í flugið, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá lög­reglu. Bíla­leigu­bíll hans fannst á Þingvöllum. Fimm félagar úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ taka þátt í aðgerðinni sem stendur.

Hjólagarpar HSG ķ WOW Cyclothon

Sigrśn Helga Gunnlaugsdóttir skrifaði þann 23. júní 2015 18:14

Nú er hjólalið HSG á blússandi siglingu í hjólakeppninni WOW Cyclothon þar sem hjólað er hringinn í kringum landið. 

Hægt er að fylgjast með gangi liðanna á korti á heimasíðu keppninnar: https://live.at.is/ 

Þá er liðið líka með facebook síðu þar sem þau eru dugleg að deila myndum og myndböndum af stemmningunni hjá liðinu. Hér er síða Hjólagarpa HSG: https://goo.gl/Ssam3U

Leit aš feršamanni į Snęfellsnesi

Edda Björk Gunnarsdóttir skrifaði þann 19. júní 2015 19:15

Um áttaleitið í kvöld var óskað eftir aðstoð björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu til leitar að ferðamanni sem saknað var í Hnappadal á Snæfellsnesi. Maðurinn fór í göngu um svæðið í morgun og hugðist m.a. skoða Gullborgarhelli í Gullborgarhrauni, en ekkert hafði  spurst til hans síðan þá. Um 15 aðilar og 4 hundar frá Hjálparsveit skáta Garðabæ tóku þátt í aðgerðinni þegar henni lauk á tíundatímanum í kvöld. Maðurinn kom í leitirnar heill á húfi en hann hafði gengið í ranga átt, frá Gull­borg­ar­helli og að Odd­astaðavatni.

Gengiš til góšra strauma

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 11. júní 2015 08:01

Eins og flestir hafa tekið eftir erum við í Hjálparsveit skáta í Garðabæ að standa fyrir áheitagöngu fyrir tvo félaga í sveitinni, þau Eddu Björk Gunnarsdóttur og Eyþór Fannberg heitinn, sem hafa barist hetjulega við krabbamein sl. ár en Eyþór tapaði baráttunni í janúar á þessu ári. 

Gangan fer fram dagana 6. - 26. júlí 2015 og verður gengið frá Skógum til Siglufjarðar eða þvert yfir landið. Leiðinni verður skipt upp í nokkra leggi svo að sem flestir félagar og vinir geti tekið þátt í göngunni en einn félagi mun ganga alla leið.

Leggirnir eru:

1. Skógar - Þórsmörk 6. júlí
2. Þórsmörk - Landmannalaugar 7. - 8. júlí
3. Landmannalaugar - Laugafell 9. - 17. júlí
4. Laugafell - Hjaltadalur 18. - 21. júlí
5. Hjaltadalur - Siglufjörður 22. - 26. júlí

Inni í dagsetningunum eru reiknaðir hvíldardagar/skekkjudagar og annað slíkt.

Hægt verður að fylgjast með gönguferðinni hér á heimasíðu Hjálparsveitarinnar sem og á fréttaveitu Facebook síðunnar okkar.

Þeir sem vilja heita á þetta málefni, þá bendum við á söfnunarreikninginn: 546-26-900, kennitala 431274-0199. Allt það sem safnast rennur beint til fjölskyldu Eddu Bjarkar og Eyþórs Fannbergs.