Göngugarpar į blśssandi ferš

Sigrśn Helga Gunnlaugsdóttir skrifaði þann 19. júlí 2015 10:50

Í fyrradag komu göngugarparnir að Ábæ, sem er í Austurdal í Skagafirði, eftir að hafa þrammað allan jökuldalinn. Þau héldu af stað snemma morguns frá Laugafelli á fimmtudaginn og gengu alla leiðina að Hildarseli, skála í eigu Ferðafélags Skagfirðinga.

Veðrið lék við þau allan tímann en það var fín tilbreyting frá norðanáttinni og úrhellis rigningunni sem þau fengu á Sprengisandi og tilbreyting að komast í gróið umhverfi.

Eiríkur var sóttur í fyrrakvöld en pabbi Rakelar kom með vistir handa henni og var sérstök bón frá göngugörpunum að fá eitthvað brauðmeti. Hann kom því með flatböku inn í Ábæ og er það sennilega í fyrsta skipti sem að flatbaka fer þangað inn eftir. Þetta var víst ágætis tilbreyting frá þurrmatnum.

Rakel hélt áfram út Austurdalinn í gær og gisti hjá föðursystur sinni, sem býr í dalnum. Þar var kærkomin afslöppun og baðið stóð alveg fyrir sínu.

Í dag heldur hún svo áfram í átt að Hólum en Hólar er næsti skiptistaður göngunnar, en þangað munu fleiri bætast í lið með henni eða þann 21. júlí.

‪Við minnum á að styrktarreikningur söfnunar er: 546-26-900 kt: 431274-0199

Frįbęrt aš Fjallabaki

Elva Tryggvadóttir skrifaði þann 16. júlí 2015 11:18

Skemmtilegum 10 dögum að Fjallabaki lauk um síðustu helgi þegar HSG lauk hálendisgæslu í Landmannalaugum. Ýmislegt dreif á daga okkar og má sjá myndir af því á fésbókarsíðu hjálparsveitarinnar. Lokapunkturinn var svo þrif á bílum og hjólum síðastliðinn mánudag, því búnaðurinn okkar þarf að vera tilbúinn í útköll 24/7. Viljum við þakka öllum sem á leið okkar urðu frábærar samverustundir :)

Śtkall ķ Esju

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 01. júlí 2015 05:31

Um það leiti í morgun sem flestir voru að vakna til að mæta í vinnu var sveitin boðuð til leitar í Esjunni. Um var að ræða tvo menn sem höfðu óskað eftir aðstoð. 10 félagar tóku þátt í aðgerðinni sem gekk vel fyrir sig og mennirnir voru fundnir rúmlega klukkutíma eftir að leit hófst. Mennirnir höfðu verið á göngu í um 10-11 klukutíma og voru því orðnir ansi þreyttir. Þeir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann til aðhlynningar.