HSG - Ašalfundarboš

Signż Heiša Gušnadóttir skrifaði þann 23. september 2015 08:03

Aðalfundur HSG verður haldinn í Jötunheimum við Bæjarbraut þriðjudaginn 6. október n.k. og hefst stundvíslega klukkan 19:00. Dagskrá: hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum HSG.

 

Tekið úr lögum HSG:

\"10. gr. Æðsta vald í málefnum sveitarinnar er í höndum aðalfundar. Aðalfundur skal haldinn í október ár hvert. Stjórn sveitarinnar er heimilt með samþykki sveitarfundar að fresta aðalfundi fram til 15. nóvember ef sérstaklega stendur á. Atkvæðisrétt hafa allir félagar sem eru skuldlausir við sveitina. Á aðalfundi skulu eftirfarandi mál vera á dagskrá:  

1. Undirritun eiðstafs H.S.G

2. Skýrsla stjórnar.

3. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár.

4. Skýrslur fastanefnda.

5. Lagabreytingar.

6. Kosning stjórnar og fastanefnda.

7. Ákvörðun félagsgjalds.

8. Önnur mál.  

Skýrsla stjórnar, fastanefnda og flokka ásamt reikningum félagsins skulu liggja frammi á fundinum.\"

 

Fh. Stjórnar

Signý Heiða Guðnadóttir

Ritari HSG

Undanfarar til Gręnlands

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 18. september 2015 14:55

Á laugardagsmorgunn fer hópur undanfara frá Landsbjörgu til Austur-Grænlands og verður þar við æfingar í 6 daga.

Hópurinn mun þar þjálfa hermenn úr dönsku Sirius hersveitinni í ferðalögum á jöklum og sprungubjörgun. Sirius sveitin sérhæfir sig í löngum ferðum á hundasleðum um heimskautasvæði Austur-Grænlands. Að auki verða með 3 hermenn úr bandaríska flughernum sem munu æfa með hópnum á jöklinum.

Undanfarahópurinn samanstendur af undanförum úr 7 sveitum en 3 undanfarar úr HSG verða í hópnum þeir Ágúst þór Gunnlaugsson, Freyr Ingi Björnsson og Gísli Símonarson.

Hópurinn flýgur frá Akureyri til Meistaravíkur þaðan sem haldið verður upp á jökul til æfinga. Þetta verkefni er hluti af stærri æfingu, líkri þeirri sem nokkrir félagar HSG léku sjúklinga á fyrir nokkrum árum, en þó með aðeins öðru sniði.

Óvešursśtkall

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 09. september 2015 02:30

Núna í nótt hefur hópur frá sveitinni verið í óveðursútkalli. Í gærdag kom tilkynning frá Veðurstofunni um að búast mætti við óveðri þegar líða færi á kvöldið og nóttina. Um fjögur leitið var svo óskað eftir aðstoð sveitarinnar og hefur hópurinn okkar sinnt ýmsum verkefnum tengdum trampólínum og öðru sem hefur farið af stað í rokinu.

 

Lokauppgjör Gengiš til góšra strauma

Sigrśn Helga Gunnlaugsdóttir skrifaði þann 02. september 2015 08:38

Á sveitarfundi í gær, 2. september, afhenti Rakel Ósk fjölskyldu Eyþórs og Edda Bjarkar áheitin sem að söfnuðust úr göngunni sem fór fram 6. - 25. júlí 2015 - ,,Gengið til góðra strauma\". 

Alls söfnuðust 550.500 krónur og renna peningarnir óskipt til þeirra ásamt lítilli ljósmyndabók frá myndum í ferðinni gerða af Prentagram. Að lokinni athöfn var þessi dýrindis kaka borin á borð en útprentaðar myndir úr göngunni í sumar prýddu kökuna en fleiri myndir má sjá á myndasíðunni okkar inn á www.myndir.hjalparsveit.is. 

Enn og aftur viljum við þakka öllum þeim sem að lögðu áheitagöngunni lið, það skiptir okkur miklu máli að geta stutt vel við félaga okkar og við erum hreykin af því að vera svona samheldin og flott sveit. 


Við viljum svo minna á að við tökum inn nýja félaga þann 8. september - en þá er kynning á nýliðastarfi hjá okkur. Langar þig ekki að vera hluti af þessari flottu sveit?