Nż stjórn

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 04. október 2016 18:56

Í kvöld var aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Garðabæ haldinn. Kosið var í stjórn og fastanefndir samkvæmt venju. Kosinn var nýr formaður og tekur Rakel Ósk Snorradóttir við því embætti af Elvari Jónssyni. Elvar hefur verið formaður sveitarinnar í sjö ár og þökkum við honum kærlega fyrir sitt ötula starf í þágu sveitarinnar. Hann er þó hvergi nærri hættur í stjórn sveitarinnar en hann tekur við stöðu gjaldkera.
Stjórn Hjálparsveit skáta í Garðabæ skipa nú:
Formaður: Rakel Ósk Snorradóttir
Varaformaður: Íris Dögg Sigurðardóttir
Meðstjórnandi: Hafsteinn Jónsson
Gjaldkeri: Elvar Jónsson
Ritari: Signý Heiða Guðnadóttir