Neyšarkallasalan

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 03. nóvember 2016 11:59

Neyðarkallasalan fer vel af stað hjá okkur en í dag hófum við söluna fyrir utan Hagkaup í Garðabæ og Ikea. Í kvöld munum við ganga í hús í Garðabæ og bjóða kallinn til sölu og svo stöndum við vaktina fyrir utan Hagkaup og Ikea um helgina.
Við erum þakklát fyrir þann stuðning sem fólk veitir okkur en þessi fjáröflun skiptir okkur miklu máli. 
Allir í sveitinni leggja sitt af mörkum allan ársins hring til að bregðast við neyðarköllum og sama gildir um fjáraflanir því öll okkar vinna er sjálfboðaliðavinna. Björgunarhundurinn okkar, Pippin, er enginn eftirbátur í þeim efnum en hér sjáið þið hana vera að selja neyðarkallinn í Ikea í dag.

Neyšarkallinn

Rakel Ósk Snorradóttir skrifaði þann 01. nóvember 2016 09:48

Þá er komið að Neyðarkallasölunni hjá okkur. Í ár er kallinn óveðurskall, vopnaður skóflu og kaðli. 


Við munum ganga hús úr húsi í Garðabæ, nk. fimmtudag, og bjóða ykkur kallinn til sölu. Einnig munum við standa vaktina, frá og með fimmtudeginum fyrir utan Hagkaup og Ikea í Garðabæ.


Tökum vel á móti kallinu og styrkjum björgunarsveitirnar.


Með fyrirfram þökk,
Hjálparsveit skáta í Garðabæ.