90 įra afmęli

Ķris Dögg Siguršardóttir skrifaði þann 30. janúar 2018

Í gær voru 90 ár síðan að Slysavarnafélag Íslands var stofnað og var því fagnað meðal sveita um allt land. Slysavarnafélagið sameinaðist Landsbjörgu árið 1999 og urðu að landssamtökum björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Félagar HSG komu saman í gær og hlýddu á hátíðarstjórnarfund félagsins þar sem m.a. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók til máls. SL kakan rann ljúft niður og á slaginu kl. 21 var hvítum neyðarblysum skotið á loft hjá hverri sveit á landinu. Til hamingju með daginn öll, við erum þakklát almenningi, vinnuveitendum og vinnufélögum fyrir stuðning og skilning á okkar störfum.

... tilbaka