Nýliðastarf Hjálparsveitar skáta Garðabæ

Nýliðaþjálfun HSG tekur að jafnaði 18 mánuði og sjá félagar í sveitinni um þjálfun og kennslu nýrra félaga. 

Nýliðastarfið er auglýst að hausti og eru nýliðar teknir inn í upphafi þjálfunartímabils. Strangar kröfur eru um mætingu bæði í ferðir, námskeið og í fjáraflanir. 

Kynningarfundur fyrir nýliða er haldinn í húsakynnum okkar Jötunheimum við Bæjarbraut í Garðabæ í byrjun september ár hvert og er viðburðurinn auglýstur á Facebook síðu okkar.

Það verður farið yfir það starf sem bíður tilvonandi nýliða okkar og dagskrá vetrarins kynnt. Á sama tíma verða félagar úr sveitinni í húsinu tilbúnir til að svara spurningum.

Nýliðastarfið hjá okkur skiptist í tvö tímabil, nýliða 1 og nýliða 2.

  • Nýliðar 1 eru þeir nýliðar sem eru á fyrra tímabili sínu innan sveitarinnar og eru í grunnþjálfun. Þetta tímabil varir 12 mánuði.

  • Nýliðar 2 eru þeir nýliðar sem eru á seinni hluta þjálfunartímabilsins. Þeir starfa á þeim tíma með föstu flokkum sveitarinnar ásamt því að ferðast og taka námskeið. Þegar tímabilinu lýkur eru þeir skráðir á útkallsskrá og skrifa undir eiðstaf sveitarinnar. Þá teljast þeir fullgildir meðlimir sveitarinnar.

Á meðan nýliðaþjálfuninni stendur munt þú læra nýja hluti og sjá að þú getur miklu meira en þú bjóst við. Þú munt kynnast nýjum hliðum á fjallamennsku og sjá nýja staði á Íslandi og reyna á þig í erfiðum aðstæðum með hópi fólks sem hefur sama áhugamál og þú, að ferðast, fræðast og leggja af mörkum til samfélagsins.

© Hjálparsveit skáta Garðabæ - Jötunheimar við Bæjarbraut -  210 Garðabær - hjalparsveit@hjalparsveit.is

kt: 431274-0199 - Styrktarreikningur: 0546-26-900