REGLUGERÐ UM FASTANEFNDIR HJÁLPARSVEITAR SKÁTA GARÐABÆ OG STARFSSVIÐ ÞEIRRA
Garðabæ 1. október 2013

1. gr.

Birgðanefnd.

Nefndina skipa þrír félagar og skulu þeir starfa á jafnréttisgrundvelli. Starfssvið: Að hafa yfirumsjón með útbúnaði sveitarinnar og gera áætlanir um fjárhagsþörf til endurnýjar og aukningu hans.

2. gr.

Uppstillinganefnd.

Nefndina skipa þrír félagar, þar af einn nefndarformaður. Starfssvið: Að sjá til þess að aldrei skorti framboð í embætti á vegum sveitarinnar.

3. gr.

Skemmtinefnd.

Nefndina skipa tveir félagar og skulu þeir starfa á jafnréttisgrundvelli. Starfssvið: Að annast undirbúning og framkvæmd árshátíðar og annarra skemmtana sem sveitin ákveður að halda.

4. gr.

Fjáröflunarnefnd.

Nefndina skipa þrír til fimm félagar og á gjaldkeri sveitarinnar fast sæti. Starfssvið: Að annast undirbúning og skipulagningu fjáröflunar fyrir sveitina.

5. gr.

Útkallsnefnd.

Nefndina skipa þrír félagar þar af einn skipaður af stjórn. Starfssvið: að hafa umsjón með útkallshópum sveitarinnar.

6. gr.

Laganefnd.

Nefndina skipa þrír félagar og er ritari sveitarinnar nefndarformaður. Starfssvið: Að yfirfara lög sveitarinnar árlega og leggja fram tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum sveitarinnar telji hún þörf á. Skal hún skila tillögum sínum nógu tímanlega til að auglýsing um þær geti verið send með aðalfundarboði.

© Hjálparsveit skáta Garðabæ - Jötunheimar við Bæjarbraut -  210 Garðabær - hjalparsveit@hjalparsveit.is

kt: 431274-0199 - Styrktarreikningur: 0546-26-900